Gengi bréfa Nýherja rauk upp

Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja.
Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. mbl.is/Kristinn

Hlutabréf Nýherja hækkuðu um 20% í verði í 48 milljóna króna viðskiptum í dag. Félagið birti í gær afkomu sína fyrir fjórða ársfjórðung 2014, en síðasta rekstrarár var eitt það besta í sögu þess.

Alls nam hagnaður Nýherja um 259 millj­ón­um króna í fyrra sam­an­borið við 1,6 millj­arða tap árið áður. Hagnaður Nýherja á fjórða árs­fjórðungi nam 110 millj­ón­um króna borið saman við 496 millj­ón króna tap á sama tíma á ár­inu 2013.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 845 milljóna króna viðskiptum. Vísitalan lækkaði um 0,2% í vikunni og var meðal dagsvelta 0,8 milljarðar.

Frétt mbl.is: Mikill viðsnúningur hjá Nýherja

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK