Hagstæð vöruviðskipti um 1,6 milljarða

mbl.is/Sigurður Bogi

Vöruskipti við útlönd voru hagstæð um 1,6 milljarða á árinu 2014 samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þá voru vöruskiptin í desember hagstæð um 4,6 milljarða króna en þau voru óhagstæð um 2,8 milljarða í desember 2013. Fluttar voru inn vörur fyrir 48,9 milljarða og inn fyrir 44,3 milljarða í desembermánuði.

Allt árið 2014 voru fluttar út vörur fyrir 586,9 milljarða króna en inn fyrir 585,3 milljarða króna fob (626 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 1,6 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti, en árið 2013 voru þau hagstæð um 40,2 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 38,6 milljörðum króna lakari árið 2014 en árið 2013 samkvæmt bráðabirgðatölum.

Fob-verðmæti telst verð vörunnar komið um borð í flutningsfar í útflutningslandi. Cif-verðmæti vísar hins vegar til kostnaðar vörunnar við afhendingu, að meðtöldum flutningskostnaði og flutningstryggingu.

Aukinn innflutningur á skipum og bílum

Árið 2014 var verðmæti vöruútflutnings 23,8 milljörðum eða 3,9% lægra á gengi hvors árs en á árinu 2013. Iðnaðarvörur voru 52,7% alls útflutnings og var útflutningur þeirra 0,1% hærri en árið áður. Sjávarafurðir voru 41,0% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 11,7% lægra en árið áður, aðallega vegna fiskimjöls. Á móti kom aukinn útflutningur á skipum og flugvélum.

Árið 2014 var verðmæti vöruinnflutnings 14,8 milljörðum eða 2,6% hærri á gengi hvors árs en árið áður. Aukinn innflutningur var á skipum og fólksbílum, en á móti kom verðlækkun á eldsneyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK