Bestu Super Bowl-auglýsingarnar

Hvolpurinn er týndur í auglýsingu Budweiser.
Hvolpurinn er týndur í auglýsingu Budweiser. Úr auglýsingu Budweiser

Auglýsingarnar á Super Bowl vekja gjarnan mikla athygli en í ár kostaði þrjátíu sekúndna auglýsing um 4,5 milljónir dollara, eða tæpar 600 milljónir króna. Það mun einungis vera kostnaðurinn við sýninguna en stórfé er oftar en ekki varið í framleiðslu þeirra.

Business Insider tók saman bestu auglýsingarnar í ár.

5. Loctite's

Fyrirtækið, sem framleiðir lím, hefur ekki verið mikið í umræðunni en auglýsingin í ár vakti mikla athygli. Þar má sjá hóp af fólki dansa um með mittistöskur. 

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/sMMr9EMZX7U" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

4. Snickers

Þar er gert grín að sjónvarpsþáttunum „The Brady Bunch“ sem voru sýndir í upphafi áttunda áratugarins. Nokkur fræg andlit koma þar fram, t.d. Danny Trejo og Steve Buscemi.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="450" src="https://www.youtube.com/embed/rqbomTIWCZ8" width="620"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

3. BMW

Í auglýsingunni er myndbrot frá árinu 1994 rifjað upp þar sem fréttamennirnir Katie Couric og Bryant Gumbel eru að velta fyrir sér hvað „@“ merkið þýði og hvað internetið sé eiginlega. Í auglýsingunni veldur nýr rafmagnsbíll frá BMW þeim álíka miklum heilabrotum.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="450" src="https://www.youtube.com/embed/U1jwWwJ-Mxc" width="620"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

2. Chevrolet

Nokkur hjörtu hafa eflaust tekið kipp þegar útsendingin rofnar í auglýsingunni.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="450" src="https://www.youtube.com/embed/hHS426cnNBA" width="620"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

1. Budweiser

Þar mætir aftur sami hvolpur og lék aðalhlutverkið í Super Bowl-auglýsingu fyrirtækisins í fyrra. Nú er hann týndur og vinur hans, hesturinn, kemur honum til bjargar. 

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="450" src="https://www.youtube.com/embed/xAsjRRMMg_Q" width="620"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK