Skoða leka úr Fjármálaeftirlitinu

Fjármálaeftirlitið.
Fjármálaeftirlitið. mbl.is/Ómar

Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort í birtingu gagnanna sem Víg­lund­ur Þorsteinsson steig fram með felist brot gegn þagnarskyldu. Þetta segir í tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi FME, segir að Fjármálaeftirlitinu sé þó ekki kunnugt um að gögnin hafi lekið frá stofnuninni auk þess sem ekkert bendi til þess. Hann segir það liggja fyrir að gögnin hafi verið til á fleiri stöðum.

Aðspurður hvort Fjármálaeftirlitið muni rannsaka málið betur segir hann stofnunina almennt ekki veita svör við spurningum um mál sem eru, eða kunna að vera, til meðferðar hjá stofnuninni. Sé hins vegar ljóst að um sé að ræða brot gegn þagnarskyldu geti enginn annar en FME staðið að frumrannsókn og kæru til lögreglu.

Harma birtinguna

„Fjármálaeftirlitið harmar að gögn sem þessi með ítarlegum upplýsingum um einstaka viðskiptavini bankanna birtist opinberlega,“ segir í tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar.

Í greinargerð með gögnunum heldur Víg­lund­ur því fram að stór­felld og marg­vís­leg laga­brot hafi verið fram­in eft­ir að ákvörðunum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um stofnúrsk­urði nýju bank­anna í októ­ber 2008 var breytt. Þannig hafi er­lend­ir „hrægamm­a­sjóðir“ hagn­ast um 300-400 millj­arða króna á kostnað þjóðar­inn­ar, ekki síst fyr­ir at­beina Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, þáver­andi fjár­málaráðherra.

Kveða ekki upp úrskurði

Í sömu tilkynningu frá FME er tekið fram að stofnefnahagsreikningar nýju bankanna hafi einungis verið drög og gróft mat og að upphafleg ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hafi beinlínis gert ráð fyrir að virði eigna sem nýju bankarnir tóku yfir gæti tekið breytingum í samræmi við mat viðurkennds matsaðila. 

Jafnframt er bent á að FME kveði almennt ekki upp úrskurði og að því sé ranglega haldið fram að Fjármálaeftirlitið hafi með stofnúrskurði mælt fyrir um afskriftir á einstökum lánum. Fjármálaeftirlitið tók aftur á móti ákvarðanir um hvaða eignir og skuldir færu yfir til nýju bankanna og eftir hvaða ferli skyldi meta virði þeirra. „Þau fylgiskjöl sem nú hafa birst opinberlega, drög að stofnefnahagsreikningum bankanna þriggja frá í október 2008, höfðu þann eina tilgang að leiða fram gróft mat á efnahag bankanna við upphaf reksturs þeirra, stöðu sem fyrirfram var vitað að tæki breytingum á grundvelli áðurnefnds matsferlis,“ segir í tilkynningunni.

Víglundur segir margvísleg lagabrot haf averið framin við stofnun nýju …
Víglundur segir margvísleg lagabrot haf averið framin við stofnun nýju bankanna í október 2008. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK