Hagnaðist um 22,8 milljarða

Íslandsbanki að Kirkjusandi
Íslandsbanki að Kirkjusandi mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslandsbanki hagnaðist um 22,8 milljarða króna árið 2014 samanborið við 23,1 milljarð króna árið 2013. Arðsemi eftir skatta var 12,8% á árinu samanborið við 14,7% árið 2013. Eiginfjárhlutfall bankans er  29,6% (2013: 28,4%) og eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 26,5% (2013: 25,1%)

Í tilkynningu kemur fram að hreinar vaxtatekjur voru 27,1 ma. kr. (2013 28,4 ma. kr.), sem er lækkun um 4,7% milli ára. Vaxtamunur var 3,0% (2013: 3,4%) og hefur nú náð stigi sem búist er við að haldist til lengri tíma.

Hreinar þóknanatekjur voru 11,5 ma. kr. á árinu (2013: 10,4 ma. kr.). Hækkunin er 10% á milli ára og má að mestu leyti rekja til viðskiptabankasviðs og dótturfélaga bankans. Heildareignir bankans voru í árslok metnar 911 milljarða króna en árið 2013 voru þær metnar á 866 milljarða króna.

Hagnaður eftir skatta á 4. ársfjórðungi var 4,6 ma. kr. (4F13: 7,7 ma. kr.). Arðsemi eiginfjár var 9,9% á fjórðungnum (4F13: 19,5%).

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir í fréttatilkynningu: „Árið 2014 var gott ár í rekstri Íslandsbanka. Við höfum unnið markvisst að því að styrkja grunnreksturinn með kostnaðaraðhaldi og tekjuvexti. Hagræðingaraðgerðir hafa skilað árangri en kostnaður af reglulegri starfsemi lækkaði um 2% milli ára, sem er um 4% raunlækkun. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til eru sameiningar útibúa, endurnýjun samninga við birgja auk þess sem starfsmönnum hefur fækkað um 240 frá nóvember 2011,“ segir í fréttatilkynningu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK