Samþykktu tillögur Grikkja

Fáni Evrópusambandsins og gríski fáninn speglast í þinghúsinu í Aþenu.
Fáni Evrópusambandsins og gríski fáninn speglast í þinghúsinu í Aþenu. EPA

Fjármálaráðherrar evruríkjanna hafa samþykkt aðhaldstillögur Grikkja sem eiga að tryggja fjög­urra mánaða fram­leng­ingu á björgunarpakkanum svokallaða. Þjóðþing ríkjanna eiga þó eftir að veita lokasamþykki. Þau verða að skila niður­stöðu í síðasta lagi á laug­ar­dag.

BBC greinir frá þessu. Í yfirlýsingu frá evruhópnum svokallaða er kallað eftir því að grísk stjórnvöld byggi nú á listanum og þrói umbæturnar enn frekar og stækki aðgerðaráætlunina í nánu samstarfi við lánadrottna.

Efasemdir hjá framkvæmdastjóra AGS

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, hefur viðrað efasemdir um áætlunina og sagði listann ekki bera það með sér að stjórnvöld myndu sannarlega grípa til nauðsynlegra aðgerða. Fagnaði hún þó hluta listans og m.a. þeim aðgerðum sem eiga að koma í veg fyr­ir smygl á eldsneyti og tób­aki og skattsvik.

Fyrir apríllok þurfa síðan evru­rík­in og full­trú­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, Seðlabanka Evr­ópu og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins að taka um­bótal­ista Grikkja til frek­ari um­fjöll­unn­ar. Ef allt fer vel fyrir Grikki munu ESB og SE samþykkja tvær lána­greiðslur til Grikkja, hvor að upp­hæð 1,8 millj­ón evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK