Nýherji semur við þýskan hugbúnaðarrisa

Henrik Kasbani Andersson, framkvæmdastjóri COMPAREX í Danmörku, og Emil Einarsson …
Henrik Kasbani Andersson, framkvæmdastjóri COMPAREX í Danmörku, og Emil Einarsson framkvæmdastjóri Viðskipta- og þjónustustjórnunar hjá Nýherja. mynd/Nýherji

Nýherji hefur samið við þýska fyrirtækið COMPAREX en samstarfið á að auðvelda viðskiptavinum Nýherja að velja og halda utan um hugbúnaðarleyfi sín á hagkvæmari hátt. Þá felur samstarfið í sér aðstoð við viðskiptavini vegna úttektar á hugbúnaðarleyfum auk ráðgjafar í tengslum við hugbúnaðarsamninga, svo sem Microsoft Enterprise leyfasamninga og skýlausnir.

„Nýherji er þjónustufyrirtæki og okkar hlutverk felst fyrst og fremst í því að hjálpa viðskiptavinum að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækninnar, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu. Samstarfið við COMPAREX er þáttur í því og mun auðvelda viðskiptavinum okkar að halda utan um leyfismál hugbúnaðarleyfa,“ er haft eftir Emil Einarssyni, framkvæmdastjóri Viðskipta- og þjónustustjórnunar hjá Nýherja, í tilkynningu.

Miklar væntingar til samstarfsins

„Það er afar mikilvægt fyrir alþjóðlegt fyrirtæki eins og COMPAREX að vinna með öflugu þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni sem hefur reynslu og þekkingu á þörfum viðskiptavina. Við höfum miklar væntingar til samstarfsins við Nýherja og að geta boðið íslenskum fyrirtækjum ný tækifæri í hugbúnaðarráðgjöf,“ er þá haft eftir Henrik Kasbani Andersson, framkvæmdastjóra COMPAREX í Danmörku.

COMPAREX er fyrirtæki sem sér um ráðgjöf og eignastýringu á hugbúnaðarleyfum. Fyrirtækið er með starfsemi í 31 landi og hjá því starfa um tvö þúsund manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK