Olíuverð hefur neikvæð áhrif á afkomu

Eggert Benededikt Guðmundsson, forstjóri N1
Eggert Benededikt Guðmundsson, forstjóri N1 Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Rekstrarhagnaður N1 fyrir afskriftir (EBITDA) árið 2014 nam rúmum 2,6 milljörðum króna samanborið við 1,7 milljarða árið áður þrátt fyrir þróun heimsmarkaðsverðs á olíu undir lok ársins hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins.

Söluhagnaður af fasteign félagsins að Bíldshöfða 9 var um 81 milljón króna en í afkomutilkynningu félagsins kemur fram að EBITDA án söluhagnaðar fasteigna hafi undir áætlun á fjórða ársfjórðungi sökum snarpar lækkunar á olíuverði á heimsmarkaði. Þá voru einnig minni umsvif hjá lykilviðskiptavinum í sjávarútvegi og einnig var slæmt tíðarfar á seinni hluta ársfjórðungsins.

Greiða hluthöfum 2,9 milljarða

Eigið fé var um 11,2 milljarðar í lok ársins og eiginfjárhlutfall 49,4%. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru samtals 1,9 milljarður króna í árslok 2014, samanborið við  910 milljónir á síðasta ári, en ef tekið er tillit til eignarhluta félagsins í hlutdeildarfélögum þá voru hreinar vaxtaberandi skuldir í árslok 2014 490 milljónir króna. Meðalfjöldi stöðugilda var þá 560 á árinu 2014 og hefur þeim fækkað frá fyrra ári er þau voru 600. 

Stjórn félagsins leggur til að arður að fjárhæð 840 milljónir króna verði greiddur til hluthafa á árinu 2015 sem samsvarar 1,2 krónum á hvern hlut. Þá mun stjórnin leggja það til við aðalfund að hlutafé verði lækkað um 230 milljónir króna að nafnverði og að hluthöfum verði greiddar út 2,9 milljarðar þegar fyrir liggur samþykki hluthafafundar og opinberra aðila.

Tapa þegar verð lækkar 

Í tilkynningunni kemur fram að selt magn af eldsneyti án flugvélaeldsneytis (JET) jókst um 2,7% en vegna lækkunar á olíuverði á fjórða ársfjórðungi var framlegð félagsins af hverjum seldum lítra lægri en á fjórða ársfjórðungi 2013.

Þá segir að félagið eigi alltaf birgðir af eldsneyti um allt land og þegar verð lækkar hratt eins og á fjórða ársfjórðungi 2014 þá verður félagið fyrir tapi af þeim birgðum þar sem það selur eldsneyti á hverjum tíma á verði sem tekur mið af heimsmarkaðsverði. Velta annarra vara dróst saman um 3,2% en framlegð jókst um 5,2% sem skýrist að mestu af markvissari birgðastýringu sem unnið hefur verið að á síðustu misserum.

mbl.is/Þórður Arnar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK