Hagnaður Eimskips um 2 milljarðar kr.

Hagnaður Eimskips eftir skatta fyrir árið 2014 var 13,6 milljónir evra sem jafngildir um 2 milljörðum króna og jókst um 25,8% frá árinu 2013. „Fyrsti ársfjórðungur var í samræmi við væntingar með 11,2% vöxt í tekjum frá fjórða ársfjórðungi 2013,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, í frétt á vefsvæði félagsins.

Arðgreiðsla 45,7% af hagnaði

Gylfi segir stjórn félagsins leggja til að greiddur verði arður til hluthafa á árinu 2015 sem nemur 5,00 krónum á hlut. Nemur heildarfjárhæð arðgreiðslunnar því 933,2 milljónum króna, eða 6,2 milljónum evra, sem samsvarar 45,7% af hagnaði ársins 2014. Afkomuspá félagsins fyrir árið 2015 er EBITDA á bilinu 39-44 milljónir evra eða 5,8-6,6 milljarðar króna. Fram kemur í fréttinni að félagið geri ráð fyrir áframhaldandi vexti í innflutningi til Íslands. Meiri óvissa ríki um útflutning frá Íslandi, meðal annars vegna slæmrar loðnuvertíðar sem af er árinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK