Hagnaður Strætó dróst saman um 25%

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hagnaður Strætó bs. dróst saman um 126 milljónir króna milli ára, eða um 25%, og nam 370 milljónum króna. Farþegum fjölgaði um 4,4 prósent frá fyrra ári, eða úr rúmlega 9,8 milljónum í tæplega 10,3. Tekjur af fargjöldum jukust þá lítillega, eða um 3,9%, úr tæpum 1.421 milljónum króna í tæplega 1.477 milljónir króna.

Í afkomutilkynningu Strætó segir minni hagnaður skýrist fyrst og fremst af lægra framlagi ríkisins til Strætó um 80 milljónir króna.

Hagnaður í sex ár

Þetta er sjötta árið í röð sem Strætó er rekinn með hagnaði og í tilkynningu segir að góður árangur í rekstri á undanförnum árum hafi gert Strætó bs. kleift að stíga mikilvæg skref í endurnýjun á vagnaflota fyrirtækisins.

Þannig var fjárfest í tólf nýjum vögnum á árinu 2013 fyrir 409 milljónir króna og á árinu 2014 bættust 20 nýir vagnar við flottan en fjárfesting vegna þeirra nam 582 milljónum króna. 

Það að afkoman sé jákvæð enn eitt árið gerir okkur kleift að halda áfram að bæta og efla þjónustuna og vagnaflotann sem skilar sér í betri þjónustu. er haft eftir Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Strætó, í tilkynningu. Farþegum okkar heldur áfram að fjölga líkt og undanfarin ár, sem er ánægjulegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK