Þremur yfirmönnum Mærsk sagt upp

Þremur dönskum framkvæmdastjórum hjá skipafélaginu Mærsk hefur verið vikið frá störfum. Mærsk er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu APM Terminals og samkvæmt Berlingske brutu framkvæmdastjórarnir verklagsreglur móðurfélagsins.

Berlingske hefur fengið staðfest að fjármálastjórinn, Christian Møller Laursen, starfi ekki hjá fyrirtækinu og ekki heldur Martin Gaard Christiansen og Michael Lund Hansen.

Ekki hefur fengist upplýst um hvaða ástæður liggja að baki uppsögnunum en þremenningarnir eru allir með langa starfsreynslu hjá Mærsk. 

Afkoma fyrirtækisins var kynnt fyrr í vikunni og er hún samræmi við áætlanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK