Álútflutningur heldur uppi vöruskiptaafgangi

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Afgangur af vöruskiptum við útlönd í janúar 2015 var 7,2 ma. kr. Heildarútflutningur í mánuðinum nam 50,6 ma. kr. og vöruinnflutningur 43,4 ma. kr. í samanburði við 48,0 ma. kr. útflutning og 40,8 ma. kr. innflutning í janúar 2014. Aukning innflutnings og útflutnings milli ára var því næstum sú sama í krónum talið og því var afgangurinn sá sami.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að aukning útflutnings hafi verið borin uppi af auknu útflutningsverðmæti áls. Hann jókst um 5,4 ma. kr. milli ára eða 29% þrátt fyrir að útflutt magn hafi dregist saman um 8,6% en útflutt magn nam 75 þúsund tonnum Ástæðan fyrir hærra verðmæti er bæði hærra álverð sem reyndist 2,9% hærra en í fyrra en meiru skiptir þó styrking dollarans gagnvart krónunni sem var 13,6% milli ára.

Annar vöruútflutningur dróst saman frá því í fyrra. Útflutningsverðmæti sjávarafurða dróst saman um 850 m. kr. þrátt fyrir 900 m. kr. meiri útflutning á þorski. Útflutningur á síld, loðnu, makríl, ýsu, ufsa og grálúðu dróst saman um 1,6 ma. kr.

Hagsjá: Álútflutningur heldur uppi vöruskiptaafgangi

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK