Fjárfesta fyrir níu milljarða

Starfsmenn Orkuveitunnar og björgunarsveitarmenn bjarga mosa á Hellisheiði í tengslum …
Starfsmenn Orkuveitunnar og björgunarsveitarmenn bjarga mosa á Hellisheiði í tengslum við framkvæmdir við gufulögn frá Hverahlíð.

Þrjú dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur hyggjast fjárfesta fyrir tæpa níu milljarða króna á árinu 2015. Þetta er meðal þess sem kom fram á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í síðustu viku.

Umfangsmestu fjárfestingarnar eru lagning Hverahlíðarlagnar, fráveituframkvæmdir á Vesturlandi og endurnýjun Reykjaæða hitaveitunnar í Reykjavík.

Á þinginu kynntu þau Inga Dóra Hrólfsdóttir, Páll Erland og Erling Freyr Guðmundsson fjárfestingaáætlanir OR-Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Þau eru framkvæmdastjórar þessara dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur.

Stærsta einstaka verkefnið er lagning Hverahlíðalagnar á vegum ON. Það er þegar hafið og í því felst lagning gufulagna frá borholum við Hverahlíð á Hellisheiði að Hellisheiðarvirkjun. Mestur þungi framkvæmda er nú í ár en frágangi mun ljúka 2016. Um 2,5 milljarður renna til þess verkefnis. Fjárfesting alls er áætluð 3.877 mkr.

Í veiturekstrinum er uppbygging nýrrar fráveitu á Vesturlandi að fara af stað að nýju. Því verkefni var frestað í fjárhagserfiðleikunum eftir hrun en því á að ljúka fyrir árslok 2016. Um 650 milljónir renna til þess verkefnis í ár en næststærst er endurnýjun Reykjaæða, sem flytja hitaveituvatn til höfuðborgarinnar úr Mosfellsbæ. Endurnýjað verður sitt hvoru megin Elliðaánna nú í ár og mun það kosta hátt í 400 milljónir. Fjárfesting alls er áætluð 4.650 mkr.

jósleiðarakerfis í Reykjavík. Fram komu á útboðsþinginu áhugaverðar upplýsingar um útbreiðslu Ljósleiðara Gagnaveitunnar en áformað er að verja 400 milljónum króna til frekari útbreiðslu þess á árinu 2015.

 Hér er hægt að sjá nánari upplýsingar um þessar fyrirhuguðu framkvæmdir

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK