Greiða 840 milljónir í arð

mbl.is/Hjörtur

Aðalfundur N1 hf. fór fram í kvöld. Var þar meðal annars samþykkt að 840 milljónir yrðu greiddar til hluthafa í arð vegna rekstrarársins 2014 eða 1,2 krónur fyrir hverja krónu af nafnverði hlutafjár í félaginu. Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá  N1 hf. hjá verðbréfaskráningu Íslands í lok dags 25. mars 2015 samkvæmt fréttatilkynningu frá N1.

Á fundinum var einnig samþykkt tillaga um lækkun hlutafjár um 230 milljónir að nafnverði og að auki yfirverðsreikning hlutafjár um kr. 2.729.048.257, eða samtals um kr. 2.959.048.257. „(...) og verði fjárhæðin greidd út til hluthafa félagsins hlutfallslega í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu í lok dags 8. maí 2015, ef lögboðnar forsendur liggja fyrir útgreiðslunni eftir samþykkt tillögunnar á þeim tíma, en ellegar við fyrsta mögulega tímamark þar eftir að lögboðnar forsendur fyrir útgreiðslunni hafa verið uppfylltar,“ segir í samþykkt félagsins.

Þá var samþykkt breytingartillaga Gildis lífeyrissjóðs við tillögu stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutum. Er félaginu heimilt að kaupa eigin hluti sem nemur allt að 10 prósent af heildarhlutafé félagsins.

Margrét áfram formaður

Margrét Guðmundsdóttir var endurkjörin sem formaður stjórnar félagsins og Helgi Magnússon var endurkjörinn sem varaformaður stjórnar. Auk þeirra voru þau Jón Sigurðsson, Kristín Guðmundsdóttir og Þórarinn V. Þórarinsson kjörin í stjórn félagsins.

Þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar var samþykkt á fundinum og varð úr að stjórnarformaður fær 580 þúsund krónur á mánuði, varaformaður fær 435 þúsund krónur á mánuði og aðrir stjórnarmenn 290 þúsund. Fulltrúar í starfskjaranefnd fá 30.000 krónur á mánuði og formaður tvöfalda þá þóknun.Fulltrúar í endurskoðunarnefnd fá 60.000 krónur á mánuði og formaður 100.000 krónur á mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK