Rannsóknin kostaði stórfé

Auglýsingaherferð American Apparel.
Auglýsingaherferð American Apparel. Ljósmynd/American Apparel

Tískurisinn American Apparel eyddi um 10,4 milljónum Bandaríkjadala í að rannsaka fyrrum forstjórann og alræmda perrann Dov Charney áður en þeir gátu rekið hann. Það er himinhá upphæð fyrir fyrirtæki sem tapaði 27,6 milljónum dollara á síðasta ári og er einungis með um 8,3 milljóna dollara eigið fé.

Charney stofnaði American Apparel og var stærsti hluthafinn áður en honum var vikið frá störfum í júní á síðasta ári. Hann starfaði þó áfram sem sérstakur ráðgjafi og hugðist snúa aftur til starfa. Charney hefur verið afar umdeildur en á síðustu árum hafa starfsmenn fyrirtækisins margoft kært hann fyrir kynferðislega áreitni. Þá hafa einnig fréttir borist af því að hann hafi tekið nokkuð starfsviðtöl á nærfötunum einum. 

Aðspurður hvers vegna Charney hefði verið vikið frá störfum sagði stjórnarmaður fyrirtækisins að sannanir lægu fyrir um „truflandi afbrot“ hans í starfi.

Í desember tilkynnti stjórn fyrirtækisins að Charney hefði gerst sekur um misferli og að hann hefði brotið reglur fyrirtækisins. Lögmaður hans svaraði hins vegar ásökunum og sagði rannsóknina á Charney hafa verið einn stóran blekkingarleik að honum hefði aldrei verið gefið færi á að svara fyrir sig.

Charney hefur áfram reynt að komast aftur í stjórn fyrirtækisins en niðurstöður rannsóknar American Apparel voru hins vegar afhentar fjármálaeftirliti í Bandaríkjanna í febrúar og hefur eftirlitið nú hafið formlega rannsókn á málinu.

Ljós­mynd/​Creati­ve Comm­ons
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK