4G í ferðalaginu í 12 löndum

Höfuðstöðvar Vodafone.
Höfuðstöðvar Vodafone. mbl.is/Styrmir Kári

Vodafone hefur samið við farsímafyrirtæki í tólf löndum um afnot af 4G háhraða gagnaflutningssambandi fyrir viðskiptavini félagsins. Þannig geta viðskiptavinir Vodafone nú nýtt sér 4G þjónustu á ferðalögum sínum í þessum löndum.

Fram kemur í tilkynningu, að Bretland, Grikkland, Holland, Írland, Portúgal, Rúmenía, Spánn, Tékkland og Þýskaland séu nú þegar tengd og þjónustan þar með í boði. Á næstu vikum bætist auk þess Ítalía, Nýja Sjáland og Suður-Afríka í hópinn. Nú þegar og samhliða geta ferðamenn frá öllum þessum löndum einnig nýtt sér 4G kerfi Vodafone á ferðalögum sínum á Íslandi.

„Vodafone er fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja til að bjóða  fyrrnefnda þjónustu til innlendra og erlendra ferðamanna, í krafti alþjóðlegs samstarfs við Vodafone Group. Sýnir þetta glöggt þann styrk sem fylgir því að eiga náið tæknilegt samstarf við eitt stærsta farsímafyrirtæki heims,“ segir í tilkynningu.

„Viðskiptavinir okkar  fá nú aðgang að 4G þjónustu í níu löndum – þar á meðal á mörgum af vinsælustu sumarleyfisstöðum Íslendinga auk þess sem þrjú lönd til viðbótar bætast við á næstu vikum. Að sama skapi geta erlendir ferðamenn frá sömu löndum einnig þegar nýtt sér góða útbreiðslu 4G kerfis Vodafone  um allt Ísland. Vodafone er fyrst íslenskra fjarskiptafélaga til að bjóða ferðamönnum þessa þjónustu og þar með leiðandi á íslenska fjarskiptamarkaðnum. Lykillinn að þessu forskoti liggur í nánu tæknilegu samstarfi við Vodafone Group, eitt af stærstu farsímaþjónustufyrirtækjum heims með starfsemi í sex heimsálfum,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, í tilkynningu.

Nánar á heimasíðu Vodafone.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK