Uber kvartar til Evrópusambandsins

Uber-snjallsímaforritið hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs.
Uber-snjallsímaforritið hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs. AFP

Fyrirtækið Uber sem á samnefnd leigubílasmáforrit hefur kvartað undan Frakklandi, Spáni og Þýskalandi til Evrópusambandsins vegna tilburða landanna til að banna forritið. Segja forsvarsmenn Uber framferði landanna stríða gegn samkeppnislögum ESB og innri markaði þess.

Uber er bandarískt fyrirtæki og hefur smáforrit þess notið mikilla vinsælda vestanhafs. Hefðbundnir leigubílstjórar í Evrópu hafa hins vegar brugðist ókvæða við tilraunum til þess að koma forritinu í gagnið í heimalöndum þeirra.

Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að farið verði vandlega yfir kvörtunina. Niðurstaðan velti að miklu leyti á því hvort að sambandið fallist á þau rök Uber að það sé snjallsímaforrit en ekki flutningsfyrirtæki.

Úrskurði ESB fyrirtækinu í vil getur það hrundið af stað ítarlegri rannsókn sem gæti leitt til þess að löndin verði beitt sektum eða refsingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK