Grikkir hafa 6 daga til stefnu

Gríska þingið.
Gríska þingið. AFP

Grikkir hafa aðeins sex virka daga til þess að skila tillögum um úrbætur í ríkisfjármálum til þess að hægt verði að greiða fyr­ir frek­ari lán­veit­ing­um til landsins.

Fjármálaráðherrar evruríkjanna vilja fá tillögurnar fyrir fund þeirra sem fer fram þann 24. apríl næstkomandi en að teknu tilliti til páskafrídaga grísku rétttrúnaðarkirkjunnar eru aðeins sex dagar til stefnu. 

End­an­leg­ur listi yfir úrbætur þarf að hljóta náð fyr­ir aug­um 19 fjár­málaráðherra evru­ríkj­anna áður en frek­ari lána­greiðslur til Grikkja verða samþykkt­ar.

Grísk stjórnvöld áttu í dag að greiða 460 milljóna evra afborgun til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og að því er fram kemur í frétt BBC hefur það verið gert. Gjalddagi á nokkrum öðrum stórum afborgunum eru þá einnig á komandi vikum.

Al­ex­is Tsipras, for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, hefur sagt að listi yfir úr­bæt­ur sé tilbúinn en samn­ingaviðræður standa hins vegar enn yfir um end­an­leg­an lista.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK