Dunkin´ Donuts til Íslands

Gerir samningurinn ráð fyrir opnun 16 Dunkin´ Donuts veitingastaða víða …
Gerir samningurinn ráð fyrir opnun 16 Dunkin´ Donuts veitingastaða víða um land á næstu fimm árum

Dunkin´ Donuts tilkynnti í dag að fyrirtækið hefur skrifað undir sérleyfissamning við íslenska fyrirtækið Drangasker ehf., dótturfélag 10-11, um að hefja undirbúning að opnun Dunkin´ Donuts veitingastaða á Íslandi.

Gerir samningurinn ráð fyrir opnun 16 Dunkin´ Donuts veitingastaða víða um land á næstu fimm árum, en flestir þeirra verða á höfuðborgarsvæðinu.  

Dunkin' Donuts var stofnað árið 1950. Fyrirtækið er leiðandi á markaði í heitum og köldum kaffidrykkjum, kleinuhringjum, beyglum og möffins og hefur níu ár í röð náð fyrsta sæti í flokki kaffifyrirtækja hjá Brand Keys þegar kemur að hollustu við viðskiptavini sína.

Veitingastaðir Dunkin´ Donuts eru í dag 11.300 talsins í 36 löndum víða um heim. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Canton, Massachusetts og er Dunkin' Donuts hluti af Dunkin' Brands Group, Inc. (Nasdaq: DNKN).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK