Launakostnaður hæstur á Íslandi

Frá fiskvinnslu Samherja á Dalvík.
Frá fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Skapti Hallgrímsson

Samherji hefur birt samanburð á launakostnaði við hvern starfsmann í fiskvinnslu á Íslandi, í Noregi og Þýskalandi. Kostnaðurinn er hæstur á hér á landi. Vísað er til þess að á undanförnum árum hafi fjöldi Íslendinga flutt til Noregs og því hafi kostir fólks og kjör verið í umræðunni.

Í samanburðinum er tekið tillit til þess að í norskri fiskvinnslu eru einungis greiddir 7,5 tímar fyrir dagvinnu sem krefst 8 tíma viðveru en á Íslandi eru greiddir 8 tímar fyrir sömu viðveru og sömu neysluhlé. Þetta er vegna þess að á Íslandi kveða kjarasamningar á um að greiða starfsfólki í fiskvinnslum öll neysluhlé ólíkt því sem gerist í Noregi og Þýskalandi.

Samkvæmt útreikningum Samherja sem hafa verið sundurliðaðir á heimasíðu þeirra nemur launakostnaður á klukkustund að meðaltali 3.501 krónu í fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Kostnaðurinn er næst hæstur í Bolfiskvinnslu í Noregi þar sem hann nemur 3.433 krónum. Lægstur er hann í bolfiskvinnslu í Þýskalandi þar sem kostnaðurinn nemur 2.207 krónum.

Mótframlagið er hæst á Íslandi

Launatengd gjöld vega þungt í útreikningnum þar sem þau eru mishá milli landa.

Tryggingargjald á þeim svæðum í Norður Noregi sem taka á móti mestum afla og starfrækja flestar vinnslur er frá 0% og upp í 5,1% en á Íslandi greiða öll fyrirtæki 7,49% tryggingargjald. Greiðslur atvinnurekenda í lífeyrissjóði eru mun lægri en á Íslandi. Í Noregi er mótframlag frá 2% af launum og upp í  4,4%.  Það er breytilegt eftir því hvort starfsmenn eru í stéttarfélagi eða ekki en að meðaltali er mótframlagið um 3,5%. Á Íslandi er þetta mótframlag frá 8% upp í 10%. Meðaltalið hjá okkur er 9,5%  Önnur launatengd gjöld eru svipuð milli landanna.

Fram kemur að meðal tímalaun í frystihúsi á Íslandi nema 1.560 krónum. Samtals nema laun starfsmanna með orlofi að meðaltali 2.687 krónum á klukkustund. Launatengdur kostnaður atvinnurekenda nemur hins vegar 814 krónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK