Ekkert annað en lífrænt ræktað

Fjölmargir franskir veitingastaðir hreykja sér af því að bjóða upp á lífrænt ræktað en það er hins vegar bara einn þeirra sem hefur nælt sér í Michelin-stjörnu. Yfirmatreiðslumaðurinn leggur ýmislegt á sig til þess að útvega besta hráefni sem völ er á.

Veitingastaðurinn nefnist Elsa og er á frönsku rivíerunni. Ítalski matreiðslumaðurinn  ræður þar ríkjum og ást hans á lífrænu nær svo langt að staður hans, sem tekur 40 manns í sæti, er eini veitingastaðurinn í heiminum sem er með vottun um að vera 100% lífrænn.

Sari er trúr rótum sínum og staðsetningu Elsu og telst staðurinn til Miðjarðarhafseldhússins þar sem boðið er upp á franskar og ítalskar kræsingar sem framleiddar eru í nágrenninu.

Þetta þýðir að aspasinn sem boðið er upp á kemur frá þorpi í Provance, saffranið kemur frá fjallaþorpi skammt frá Nice og sjávarfangið beint frá sjómönnum. Möndlurnar koma frá Sikiley en þær eru meðal annars notaðar í frauð. Ekki er boðið upp á nautakjöt á staðnum og ástæðan er einföld - það er enginn bóndi með lífræna nautgriparæktun á næstu grösum.

Sari segir í samtali við AFP-fréttastofuna að hvert og eitt hráefni, jafnvel þeir sem flytja hráefnið, þurfi að vera með vottun. Skipulagning er lykilorð þar sem allar upplýsingar um hvað er í hvaða rétti er að finna á matseðlunum. Allt verður að vera eftir bókinni því annars ætti staðurinn á hættu að missa vottunina.

„Það er hráefnið sem fær að vera í aðalhlutverki, eftir brjálaða leit að góðum vörum,“ segir Sari sem bætir síðan örlitlu af sínum hæfileikum með. Þetta hefur skilað Elsa, sem hefur starfað í þrjú ár, fyrstu Michelin-stjörnunni í fyrra.

En gæðin eru ekki gefin því kostnaðurinn við hráefnið er um 20% hærri en hjá hefðbundum veitingastöðum. 

<a href="http://www.montecarlosbm.com/restaurants-in-monaco/gourmet-recipes/sea-bass/" target="_blank">Hér er hægt að kynna sér staðinn enn frekar</a>
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK