Vodafone stefnir á haf út

Farsímakerfi Vodafone í lok árs 2015
Farsímakerfi Vodafone í lok árs 2015

Vodafone ætlar í ár að byggja upp háhraða 4G samband á öllum helstu fiskimiðum landsins, samkvæmt fréttatilkynningu.

„Uppbygging 4G dreifisvæðis Vodafone á haf út er þegar hafin og nær 4G svæði félagsins þegar út á hafsvæði frá Reykjanesi og austur fyrir Vík í Mýrdal.

Á árinu verður sérstök áhersla einnig lögð á hafflötinn út af Norðausturlandi, Austurlandi og Norðvesturlandi. Uppbyggingin er unnin í samstarfi við viðskiptavini Vodafone í sjávarútvegi þar sem þarfir útgerða og sjómanna eru hafðar að leiðarljósi.

Hefur þetta þegar skilað sér í nýjum viðskiptavinum úr sjávarútvegi eins og Samherja og Vinnslustöðinni, Bergi og Auðbjörgu,“ segir í fréttatilkynningu frá Vodafone.

Á meðal svæða þar sem langdrægir 4G sendar hafa verið gangsettir að undanförnu sem hafa það sérstaka hlutverk að bæta háhraðasamband út á hafi má nefna Háfell við Vík og Þorbjarnarfell við Grindavík.

Áður hefur langdrægur sendir verið virkjaður í Bláfjöllum en sá dreifir 4G sambandi suður af landi yfir miðin á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Auk þess hefur langdrægur 4G sendir á Bolafjalli einnig dreift háhraðasambandi yfir miðin vestur af Bolungarvík og út á Djúp frá því í vetur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK