Afkoma Marel umfram væntingar

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. mbl.is/Árni Sæberg

Með hliðsjón af drögum að uppgjöri Marel fyrir fyrsta ársfjórðung 2015 er það mat stjórnenda félagsins að afkoma þess sé umfram væntingar. Byggist þetta einkum á auknum tekjum, hagstæðri tekjudreifingu og aukinni skilvirkni í rekstri félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel þar sem bent er á að í afkomutilkynningu félagsins frá því í febrúar hafi verið greint frá því að stjórnendur félagsins gerðu ráð fyrir áframhaldandi innri vexti og góðri aukningu í rekstrarhagnaði og afkomu eftir skatt. Áður hefur verið greint frá því markmiði Marel að rekstrarhagnaður ársins 2017 verði yfir 100 milljónum evra.

Meðbyr á mörkuðum

Í tilkynningu segir að mótteknar pantanir í fjórðungnum séu áætlaðar 212 milljónir evra. Tekjur fjórðungsins verða um 209 milljónir evra, með leiðréttan rekstrarhagnað yfir 11% af tekjum og rekstrarhagnað tæplega 8% af tekjum. Hagnaður eftir skatt í fyrsta ársfjórðungi er áætlaður rúmlega 12 milljónir evra.

Sterk EBITDA og sjóðstreymi munu hafa þau áhrif að skuldsetningarhlutfall félagsins lækkar í 1,5 í lok fyrsta ársfjórðungs, samanborið við 2,1 í lok fjórða ársfjórðungs 2014.

Góður meðbyr er á helstu mörkuðum Marel og skilyrði á fjármálamörkuðum eru hagstæð. Athygli er þó vakin á því að uppgjör félagsins geta breyst milli fjórðunga vegna almennrar þróunar í efnahagsmálum og sveiflum í tekjum og tekjusamsetningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK