Þarf að greiða fyrir Lyf & heilsu

Félag Karls Wernerssonar þarf að greiða fyrir Lyf og heilsu.
Félag Karls Wernerssonar þarf að greiða fyrir Lyf og heilsu. mbl.is/Golli

Félag Karls Wernerssonar, Aurláki ehf., var í morgun dæmt til þess að greiða þrotabúi Milstone rúmar 970 milljónir króna fyrir lyfjaverslunina Lyf og heilsu sem var seld út úr félaginu skömmu fyrir hrun. 

Þrotabú Milestone taldi að tilgangurinn með sölunni hefði verið að koma verslununum undan gjaldþroti félagsins sem stjórnendum átti að vera ljóst að í stefndi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu þrotabúsins og taldi að um gjafagerning hefði verið að ræða. Félagið Aurláki ehf. var dæmt til að greiða uppsetta fjárhæð fyrir Lyf og heilsu með dráttarvöxtum frá 11. maí 2012.

„Ekki ógjaldfært“

Lögmaður Aurláka og Karls Wernerssonar hafi því að stærsti hluti verðsins hafi verið greiddur með yfirtöku skulda. Því hafi endurgjald komið fyrir verslanirnar. Þá var því hafnað að Milstone hafi verið ógjaldfært þann 31. mars 2008 og að tilteknar ráðstafanir þann dag hafi þar með verið riftanlegar.

Lyf og heilsa var selt út úr Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona, vorið 2008 til Aurláka. Milestone var úrskurðað gjaldþrota árið 2009.

Niðurstöðunni verður áfrýjað að sögn Ólafs Eiríkssonar, lögmanns Aurláka.

Dómurinn í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK