Búa sig undir „mobilegeddon“

AFP

Google mun breyta leitarskilyrðum síðunnar í dag þannig að vefsíður sem koma vel út á farsímum koma upp á undan öðrum. Mörg fyrirtæki hafa gripið til þess að aðlaga síður sínar að breyttum kröfum til þess að gleymast ekki í fjöldanum. Hefur dagurinn því gjarnan verið kallaður „mobilegeddon“ þar sem fresturinn rennur út í dag.

Google breytir leitarskilyrðunum reglulega en vanalega er þó ekki gefinn á því fyrirvari líkt og núna. Fyrirtæki voru látin vita af þessu í febrúar og var þeim jafnframt ráðlagt að uppfæra síðuna og voru gefin nokkur ráð í þeim efnum.

Í frétt Wall Street Journal segir að búist sé við að fleiri muni nota Google í snjallsímum en í tölvum á næstu árum og ætti því breytingin að koma fyrirtækinu vel.

Meðal ráðlegginga Google er að heimasíðurnar séu sniðnar fyrir smærri skjá, textinn sé stærri og bil sé á milli tengla til þess að auðvelt sé að ýta á fyrirsagnir.

„Fólk er í auknum mæli að nota leitarvélina á snjallsímum. Við viljum vera viss um að þau finni viðeigandi efni á stuttum tíma en einnig að auðvelt sé að lesa það og skoða á smærri skjáum,“ er haft eftir talskonu Google.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK