Innheimtufyrirtæki „Jóns Stóra“ gjaldþrota

Jón Hilmar Hallgrímsson.
Jón Hilmar Hallgrímsson. Skjáskot úr myndbandi mbl.is

Ekkert fékkst greitt upp í kröfur við gjaldþrot félagsins Innheimta og ráðgjöf ehf. en kröfurnar námu alls um 2,5 milljónum króna.

Jón Hilmar Hallgrímsson, betur þekktur sem „Jón Stóri“ stofnaði fyrirtækið í mars 2008. Í fyrirtækjaskrá er fyrirtækið flokkað undir „innheimtuþjónustu og upplýsingar um lánstraust.“

Jón Hilmar var bráðkvaddur á heimili sínu hinn 18. júní 2013.

Síðasta ársreikningi félagsins var skilað árið 2010 en í honum kemur fram að engin starfsemi hafi verið í félaginu. Í ársreikningnum kemur fram að tap ársins 2009 hafi numið 17.200 krónum en það var til komið vegna ógreidds útvarpsgjalds. Þá nam eigið fé alls 394.300 krónum. 

Einnig var tap á rekstrinum á stofnári fyrirtækisins 2008 en þá nam það 88.500 krónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK