Aðeins í 6 búðum í heiminum

Apple úrið er komið í verslunina. Þú þarf hins vegar …
Apple úrið er komið í verslunina. Þú þarf hins vegar að panta tíma til þess að kaupa það. Mynd af heimasíðu Dover Street Market

Í dag er merkisdagur í augum margra Apple aðdáenda því úrið, sem margir hafa beðið eftir með eftirvæntingu, lendir þá í búðum. Fyrirkomulagið á sölunni er hins vegar með nýjum hætti.

Þegar nýjar Apple vörur hafa farið í sölu í gegnum tíðina hafa gjarnan myndast langar biðraðir fyrir utan verslanir þar sem fólk keppist við að vera fyrst til þess að tryggja sér gripinn. 

Í dag verða hins vegar aðeins sex verslanir í heiminum með úrið til sölu. Ein þeirra er Dover Street Market í London. Talið er að um 300 eintök verði þar til sölu. Á heimasíðu verslunarinnar eru viðskiptavinir beðnir um að hringja í sérstakt símanúmer og panta tíma til kaupanna. „Vinsamlegast myndið ekki röð,“ stendur á heimasíðunni. Hver viðskiptavinur má þá aðeins kaupa eitt úr og verður að vera með iPhone síma á sér.

Aðrar verslanir eru í París, Mílanó, Tókýó, Los Angeles og Berlín.

Bíða fram í júní

Þeir sem ekki ná að tryggja sér úr í dag verða líklega að bíða fram í júní en þá er talið að góðar birgðar verði til af því í öðrum verslunum. Þá er einnig hægt að kaupa úrið í netverslun Apple en hins vegar þarf að bíða í nokkra mánuði eftir að fá það.

Úrið er fyrsta nýja varan sem Apple sendir frá sér eftir fráfall Steve Jobs, stofnanda fyrirtækisins, á árinu 2011.

Sky greinir frá.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK