Ásgeir Jónsson ráðinn efnahagsráðgjafi

Ásgeir Jónsson.
Ásgeir Jónsson.

Dr. Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Há­skóla Íslands, hef­ur verið ráðinn sem efnahagsráðgjafi Virðingar. Ráðning efnahagsráðgjafa er liður í að efla enn frekar starfsemi Virðingar, eins stærsta verðbréfafyrirtækis landsins sem varð til við sameiningu fyrirtækjanna Auðar Capital og Virðingar á síðasta ári, segir í fréttatilkynningu.

Ásgeir  hefur skrifað bækur og fjölda greina um efnahagsmál á undanförnum árum, auk þess að sinna kennslu á sviði hagfræði og fjármála. Ásgeir hefur jafnframt verið lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands frá 2004 og dósent við sama skóla frá árinu 2014. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði með áherslu á peningahagfræði, alþjóðaviðskipti og hagsögu frá Indiana University árið 2001. Ásgeir hóf starfsferillinn sem hagfræðingur hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún árið 1994. Hann tók við starfi sem aðalhagfræðingur Kaupþings í ársbyrjun 2004, var forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings á árunum 2006–2008 og gegndi síðan sömu stöðu hjá Arion banka á árunum 2008 til 2011. Ásgeir starfaði sem efna­hags­ráðgjafi verðbréfafyrirtækisins GAMMA þar til í desember á síðasta ári, segir í fréttatilkynningu.

Virðing er verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Viðskiptavinir Virðingar eru meðal annars helstu lífeyrissjóðir landsins, auk annarra fagfjárfesta og einstaklinga.

Virðing hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK