Fjárfestar vongóðir í Grikklandi

AFP

Gríska hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 4,43% það sem af er degi vegna væntinga fjárfesta um að Grikkir nálgist samkomulag við Evrópusambandið og fái frekara fjármagn að láni.

Fjármálaráðherrar evruríkjanna munu funda í Riga í Lettlandi í dag en samkvæmt upplýsingum AFP fréttastofunnar innan ESB þykja Grikkir ekki hafa lagt nægjanlega mikið af mörkum til þess að hægt verði að veita þeim frekari aðstoð.

Yfirmaður evruhópsins, Jeroen Dijsselboem, varar við því að tíminn sé að renna út fyrir Grikki um að ná samkomulagi varðandi skuldir landsins. Það sé gríðarlega mikilvægt að samkomulag náist sem fyrst.

Grikkir þurfa að endurgreiða einn milljarð evra í næsta mánuði og hefur gengið brösuglega að fjármagna afborgunina. Fyrr í vikunni leitaði ríkisstjórnin til stjórnenda opinberra stofnana um að láta stjórnvöldum í té allt það fé sem mögulegt væri svo hægt yrði að greiða afborgunina.

Dijsselboem segir að um leið og samkomulag næst við Grikki um framhaldið verði hægt að veita þeim þann stuðning sem þeir þurfa á að halda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK