Ray-Ban bannar Paul Rand sólgleraugu

Auglýsing fyrir Rand Paul/Ray Ban sólgleraugun.
Auglýsing fyrir Rand Paul/Ray Ban sólgleraugun. Af heimasíðu Rand Paul

Ray-Ban var ekki sammála því að hin goðsagnakenndu Wayfarer sólgleraugu með „Paul Rand“ merki væru fullkomin blanda af pólitík og töffaraskap. Það stóð hins vegar á vefsíðu frambjóðandans þar sem gleraugun voru boðin til sölu.

Sólgleraugnaframleiðandinn bað í vikunni öldungadeildaþingmanninn og forsetaframbjóðandann Rand Paul um að hætta að selja sólgleraugun með „Rand“ merkinu á vefverslun sinni. Sólgleraugun kostuðu 150 dollara og ágóðinn rann í kosningarherferðina.  

Paul Rand hafði hins vegar ekki fengið leyfi hjá Ray ban til þess að selja sólgleraugun undir þessum formerkjum. Eftir formlega beiðni frá Ray-Ban voru sólgleraugum fjarlægð af heimasíðunni og samþykkt var að nota þau ekki í framtíðinni.

Á heimasíðu Rand stóð að 150 dollarar væru kannski meira en fólk myndi vanalega greiða fyrir sólgleraugu. Þetta væru hins vegar Ray-Ban gleraugu og merkt Rand merkinu. Þá væri andvirðið einnig framlag til kosningasjóðsins.

The Hill greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK