Þessir forstjórar vinna „frítt“

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, fær ekki föst laun.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, fær ekki föst laun. AFP

Facebook, Google, Tesla, American Airlines. Forstjórar allra þessara stórfyrirtækja eiga það sameiginlegt að þiggja engar launagreiðslur. Þeir fengu reyndar eins dollara ávísun en leystu hana ekki út.

Ávísun fyrir einum Bandaríkjadal hefur þótt einhvers konar yfirlýsing allt frá árunum í kringum seinni heimstyrjöldina þegar margir af hæst settu embættismönnum Bandaríkjanna fengu aðeins einn dollar í mánaðarlaun. Þeir urðu að taka við dollaranum þar sem starfið flokkaðist annars sem sjálfboðaliðavinna sem einungis er leyfð í þágu ríkisins þegar neyðarástand ríkir.

Ekki á kúpunni

Þrátt fyrir að fá aðeins 136 íslenskar krónur í árslaun samkvæmt þessu eru forstjórarnir ekki á flæðiskeri staddir. Allir eiga þeir stóran hlut í fyrirtækjunum og fá arðgreiðslur í sinn hlut þegar vel gengur.

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, á til dæmis 62% hlut í fyrirtækinu og Sergey Brin og Larry Page, stofnendur Google, eiga 55,7 prósent hlut.

 „Mér finnst þetta vera rétta formið fyrir launagreiðslurnar mínar - áhætta. Launin eru algjörlega byggð á afkomu fyrirtækisins og fara eftir gengi þess. Ég fæ greitt í sama formi og hluthafar okkar,“ sagði Doug Parker, forstjóri American Airlines, í bréfi til starfsmanna í vikunni, þar sem hann tilkynnti að hann myndi ekki lengur þiggja föst laun.

Þrátt fyrir að tilgangurinn með þessu sé góður má telja að skattaleg sjónarmið ráði einnig för. Hátekjuskattur í Bandaríkjunum nemur 39,6 prósentum en skattur á arð nemur einungis 20 prósentum. 

CNN Money greinir frá.

Forstjórarnir hafa það samt ágætt vegna hlutabréfaeignar.
Forstjórarnir hafa það samt ágætt vegna hlutabréfaeignar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK