Hámark sett á milligjöld á morgun

Hámörkin eiga við óháð því hvort greitt er á sölustað, …
Hámörkin eiga við óháð því hvort greitt er á sölustað, með boðgreiðslum, gegnum internetið, með farsíma eða með öðrum snertilausum hætti. AFP

Á morgun, þann 1. maí, taka gildi hámörk milligjalda, en þau taka til viðskipta hjá íslenskum söluaðilum þegar greitt er með íslenskum VISA, Electron, MasterCard og Maestro neytendagreiðslukortum.

Hámörkin eiga við óháð því hvort greitt er á sölustað, með boðgreiðslum, gegnum internetið, með farsíma eða með öðrum snertilausum hætti. Hámörkin eru 0,20% í tilviki debetkorta og 0,60% í tilviki kreditkorta. Miðast þessi hámörk við virði hverrar færslu þannig að ekki er um meðaltal milligjalda að ræða.

Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem helstu breytingar í kjölfar sáttar Samkeppniseftirlitsins við Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankann, Borgun og Valitor vegna rannsóknar þess á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. „Fyrrgreindum sáttum er ætlað að leiða til mikilvægra breytinga á greiðslukortamarkaði.“

Milligjöld eru kostnaður sem verður til í greiðslukortakerfinu vegna notkunar greiðslukorta. Um er að ræða gjald sem fyrirtækin, sem færsluhirðar, semja um við útgáfubanka viðkomandi korta og greiða bankanum.

Í heild leiða framangreind hámörk til lækkunar á milligjöldum og þar af leiðandi til lækkunar á þeirri þóknun sem færsluhirðar setja upp gagnvart söluaðilum. 

Engar hækkanir gagnvart korthöfum

Í sáttunum við bankana er kveðið á um að þeir skuli, eftir því sem kostur er, hagræða í þeim rekstri sínum sem tengist kortaútgáfu og þjónustu við korthafa með það að markmiði að veita sem hagkvæmasta þjónustu á þessu sviði og takmarka eins og unnt er hækkanir þjónustugjalda gagnvart korthöfum.

Í sex mánuði frá því að hámörk milligjalda ganga í gildi eru sérstakar takmarkanir settar á hækkun og innleiðingu ýmissa þóknana gagnvart korthöfum

„Neytendur og hagsmunasamtök þeirra þurfa einnig að sýna aðhald til þess að tryggja að lækkun milligjalda og aðrar aðgerðir samkvæmt sáttunum skili sér til þeirra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK