Bílasala vestanhafs er að glæðast

Sölutölur úr bandaríska bílageiranum sýna að neytendur eru farnir að kaupa dýrari bíla en áður.

Meðalbíllinn sem seldist í mánuðinum var hundruðum dala dýrari en í sama mánuði í fyrra, segir í Wall Street Journal.

Er þess vænst að sala á fólksbílum vestanhafs fari yfir sautján milljóna bíla markið á árinu, í fyrsta skipti síðan snemma á síðasta áratug.

Neytendur leita í auknum mæli í bifreiðar í lúxusflokki og kaupa bíla með meira af aukabúnaði. Þá hefur sala á pallbílum og jeppum aukist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK