Mistök að selja hlutinn í Landsvirkjun

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginhneyksli,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, á Facebook-síðu sinni í dag vegna frétta af því að arðgreiðslur í ríkissjóð frá Landsvirkjun gætu á næstu árum numið 10-20 milljörðum króna.

„Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks keyrði sölu á 46% hlut Reykjavikurborgar á Landsvirkjun í gegn árið 2006, þrátt fyrir hörð mótmæli og baráttu okkar sem þá voru í minnihluta. Söluverðið var undir 30 milljörðum, sem að stærstum hluta var greitt með skuldabréfi,“ segir Dagur.

Megingagnrýnin hafi snúið að því að verðmæti fyrirtækisins hafi verið gróflega vanmetið. „Þessar áætlanir um framtíðararð eru enn ein staðfestingin á því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK