Sektin lækkuð um 100 milljónir

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fimm hundruð milljón króna sekt, sem var lögð á Valitor vegna alvarlegra samkeppnisbrota, var lækkuð um 100 milljónir króna í Hérðasdómi Reykjavíkur í morgun. Samkeppniseftirlitið lagði sektina á fyrirtækið haustið 2013.

Valitor krafðist aðallega ógildingu á sektarákvörðuninni en til vara lækkunar á sektargreiðslunni. Héraðsdómur féllst því á varakröfuna.

Halldór Brynjar Halldórsson, lögmaður Valitors, hafði ekki kynnt sér dóminn þegar mbl náði af honum tali og ekki liggur því fyrir á hverju niðurstaðan byggði.

Misnotuðu trúnaðarupplýsingar

Haustið 2013 staðfesti áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála 500 millj­ón króna sekt á Valitor vegna alvar­legra sam­keppn­islaga­brota. Í brot­inu fólst m.a. að Valitor mis­notaði trúnaðar­upp­lýs­ing­ar um söluaðila í viðskipt­um við keppi­nauta sína í færslu­hirðingu sem fé­lagið hafði aðgang að vegna stöðu sinn­ar í út­gáfu VISA greiðslu­korta hér á landi.

Hátt­semi Valitors fólst í því að fyr­ir­tækið verðlagði þjón­ustu sína í færslu­hirðingu vegna de­bet­korta und­ir breyti­leg­um kostnaði á ár­un­um 2007 og 2008. Með þess­ari und­ir­verðlagn­ingu var fé­lagið lík­legra til að fá samn­inga við söluaðila um færslu­hirðingu vegna kred­it­korta sem tal­in er arðsam­ari þjón­usta. Var um­fang þess­ar­ar und­ir­verðlagn­ing­ar veru­legt. Fól hátt­sem­in einnig í sér brot á 54. gr. EES-samn­ings­ins.

Sam­keppnis­eft­ir­litið komst einnig að þeirri niður­stöðu að Valitor hefði brotið gegn tveim­ur skil­yrðum sem fé­lagið hafði skuld­bundið sig til að hlíta með sátt við Sam­keppnis­eft­ir­litið sem birt var í ákvörðun nr. 4/​2008.

Frétt mbl.is: Staðfestir 500 milljón króna sekt á Valitor

Höfuðstöðvar Valitor í Dalshrauni í Hafnarfirði.
Höfuðstöðvar Valitor í Dalshrauni í Hafnarfirði.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK