British Airways hefur Íslandsflug

British Airways mun fljúga til Keflavíkur frá og með haustinu.
British Airways mun fljúga til Keflavíkur frá og með haustinu. AFP

Eitt stærsta flugfélag heims ætlar að bjóða upp á áætlunarflug til Keflavíkurflugvallar frá London frá og með 25. október nk. Flogið verður þrisvar í viku; miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga. Vélarnar fara í loftið frá Keflavík klukkan hálf fjögur seinni partinn og lenda við Heathrow flugvöll rétt um kvöldmatarleytið. 

Túristi greinir frá þessu

Þá er bent á að í tilkynningu frá flugfélaginu segi að ódýrustu farmiðarnir hjá British Airways héðan til Heathrow og til baka kosta í dag um 17.200 krónur (86 pund). Samkvæmt athugun Túrista er þó algengara að miðinn báðar leiðir sé á um 31 þúsund krónur en hjá Icelandair kosta ódýrustu farmiðarnir, báðar leiðir til Heathrow, næsta vetur um 40 þúsund krónur.

Við ódýrustu fargjöldin hjá British Airways bætist farangursgjald. 

Með tilkomu British Airways verða í boði allt að fjörtíu og fjórar brottfarir í viku frá Keflavíkurflugvelli til flugvallanna við höfuðborg Bretlands. Hafa ferðirnir meira en tvöfaldast síðustu ár því veturinn 2012 voru í boði 19 ferðir í viku

British Airways var nokkuð umsvifamikið í Íslandsflugi á áttunda áratugnum og bauð einnig upp á reglulegar ferðir héðan til Gatwick flugvallar á árunum 2006 til 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK