Heimagarðurinn einfaldaður

„Við höfum alltaf trúað því að Marel sé mjög sterkt …
„Við höfum alltaf trúað því að Marel sé mjög sterkt félag og leiðtogi á markaðnum,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. mbl.is/Ómar

Það kom mörgum á óvart þegar fjárfestirinn Árni Oddur Þórðarson fór úr stjórn Marels til að taka sæti forstjórans. Hann segir að ekki hafi verið samhljómur milli stjórnar og stjórnenda um áherslur í rekstrinum.

Ágreiningurinn stóð einkum um of flókið skipulag í rekstrinum þar sem áherslan var á að reka margar einstakar einingar í stað þess að vera með eitt fyrirtæki, að því er fram kemur í viðtali við Árna Odd í ViðskiptaMogganum í dag.

„Við sem vorum í stjórninni töldum að það mætti einfalda þennan rekstur til muna. Við vitum að framtíðarvöxturinn er á nýmörkuðum en flækjustigið hefði orðið alltof mikið ef við hefðum opnað fleiri verksmiðjur þar, áður en heimagarðurinn væri einfaldaður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK