Besta og versta letrið á ferilskrá

Ferilskrá. Pappírinn sem á að sýna allar þínar bestu hliðar. Bloomberg ræddi við þrjá sérfræðinga um réttu leturgerðina fyrir skrána. Hvaða kostur er klassískur og hvað á aldrei nokkurn tímann að sjást á ferilskrá? Er það einhvern tímann í ,lagi að setja svokölluð „Emoji“ tákn á skrána?

1. Helvetica

Þetta þykir fagmannlegt letur og laust við tilgerð. Þetta þykir öruggur kostur, stílhreint og á alltaf við. Sérfræðingarnir þrír sem Bloomberg ræddi við voru allir sammála um að þetta væri besti kosturinn.

2. Proxima Nova

Þessi leturgerð fylgir ekki með Word pakkanum heldur þarf að kaupa hana sérstaklega á tæpa 30 Bandaríkjadali. Þetta þykir eiga við ef ætlunin er að sýna að umsækjandi sé vel settur fjárhagslega.

3. Garamond

Stafirnir eru þéttir í þessari leturgerð. Ef ætlunin er að koma miklu fyrir á einni síðu er þetta sniðugur kostur. Einn sérfræðingurinn sagði að ýmis smáatriði gerðu letrið auðvelt að lesa.

4. Times New Roman

Klassíska letrið er nokkuð umdeilt. Sérfræðingarnir sögðu að ekkert væri að því sem slíku en að það gæfi í skyn að umsækjandinn hefði ekki lagt mikla vinnu í ferilskrána og t.d. ekki gefið sér tíma í að velja leturgerð.

5. Didot

Leturgerðin þykir kvenleg og fín. Sniðugur kostur fyrir ferilskrá með umsókn um starf í tískubransanum. Fyrir utan það ætti hins vegar ekki að nota letrið.

6. Zapfino

Aldrei nota það og ekkert sem líkist því nema um boðskort í brúðkaupið þitt sé að ræða. 

7. Courier

„Þú ert ekki að skrifa á ritvél og ekki þykjast vera að því,“ sagði einn sérfræðingurinn. Ekki nota þetta letur.

8. Comic Sans

Þetta á aldrei að nota og ekkert annað í líkingu við það. Ekki nema umsóknin sé um stöðu í trúðaskóla.

9 Emoji

Má setja emoji-tákn í ferilskrá? Kisa með hjartaaugu, biðjandi hendur? Er einhvern tímann rétt að koma þessu fyrir? Samkvæmt sérfræðingum Bloomberg ætti helst að sleppa því alfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK