Kínverjar lækka tolla

Forsætisráðherra Kína, Li Keqiang ræðir við fjármálaráðherra landsins, Lou Jiwei.
Forsætisráðherra Kína, Li Keqiang ræðir við fjármálaráðherra landsins, Lou Jiwei. AFP

Fjármálaráðherra Kína, Lou Jimwei, tilkynnti í dag um að innflutningstollar á algengum neysluvörum, svo sem snyrtivörum, fatnaði og skóm, verða lækkaðir um helming. Á það að leiða til aukinnar einkaneyslu og auka hagvöxt í landinu.

Skilaboð hans skiluðu sér í hækkun á verðbréfamörkuðum í landinu. Hefur staðan á verðbréfamörkuðunum ekki verið betri í sjö ár. Í nágrannaríkinu Japan hefur staðan ekki verið betri í 15 ár, og er það sérstaklega hækkun Bandaríkjadollars sem eykur hækkunina þar í landi.

Að sögn Fang Yan í greiningadeild Guosen Securities er skortur á framboði af nýjum hlutabréfum þar sem gríðarleg eftirspurn sé til staðar. 

Á sama tíma og Kínverjar lækka tolla, glíma þeir við aukna skuldasöfnun. Skuldir kínverska ríkisins hafa fjórfaldast frá árinu 2008 og aukast enn. Er því unnið að kerfisbreytingum sem eiga að tryggja sjálfstæðara hagkerfi sem reiðir sig minna á útflutning og fjárfestingu.

Sjá frétt Marketwatch.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK