Léttir byrði af fjármálastofnunum

Bjarni Benediktsson og Robert C. Barber undirrituðu samningin.
Bjarni Benediktsson og Robert C. Barber undirrituðu samningin. Mynd/Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ísland og Bandaríkin undirrituðu í dag samning um regluleg upplýsingaskipti vegna fjármálastofnana í samræmi við svonefnd FATCA lög, sem samþykkt voru í Bandaríkjunum árið 2010. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, undirrituðu samninginn. FATCA er stytting á enska heitinu Foreign Accounts Tax Compliance Act og varðar bandarísk lög um upplýsingaskyldu erlendra fjármálastofnana vegna reikninga í eigu bandarískra aðila. 

Færist til skattyfirvalda

Samkvæmt lögunum ber öllum erlendum fjármálastofnunum að senda árlega upplýsingar um tekjur og eignir bandarískra skattgreiðenda beint til bandarískra skattyfirvalda. Fallist þau ekki á að senda slíkar upplýsingar eiga þau á hættu að lagður verði 30% afdráttarskattur á tilteknar greiðslur til þeirra sem upprunnar eru í Bandaríkjunum. 

Í samningnum  felst að upplýsingaskiptin fari fram á milli skattyfirvalda í Bandaríkjunum og á Íslandi og að bæði ríkin senda nauðsynlegar upplýsingar um skattgreiðendur, bæði einstaklinga og fyrirtæki. 

Stefnan að auka regluleg upplýsingaskipti

„Það er ánægjulegt að samningurinn sé í höfn, en tilkoma hans léttir byrði af fjármálastofnunum með því að samskipti vegna þessara mála fari í gegnum skattyfirvöld. Það er stefna íslenskra stjórnvalda að auka regluleg upplýsingaskipti í skattamálum á alþjóðavísu og þessi samningur er skref í þá átt,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningu á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

„Bandaríkin fagna skuldbindingu Íslands um að efla tvíhliða samstarf okkar til að bæta alþjóðleg skattaskil. Undirritunin í dag markar mikilvægt skref fram á við í sameiginlegu átaki í baráttunni gegn skattaskjólum  sem gagnast báðum löndum. FATCA er eitt dæmi um þau djúpu og traustu bönd sem tengja á jákvæðan hátt hagkerfi Íslands og Bandaríkjanna,” er haft eftir Robert Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, við undirritun samningsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK