Ísland með einna bestu innviðina

Ísland kemur ekki vel út hvað varðar aðgengi að ódýru …
Ísland kemur ekki vel út hvað varðar aðgengi að ódýru húsnæði. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ísland er í 4. sæti á lista 133 þjóða Social Progress Index (SPI) vísitölunnar. Vísitalan byggir á nýrri nálgun hvað varðar greiningu á innviðum og samfélagsþáttum sem hafa áhrif á samkeppnishæfni þjóða.

Engir hagrænir mælikvarðar eru undirliggjandi líkt og í flestum alþjóðlegum mælikvörðum sem segja til um samkepnnishæfni og hagsæld þjóða. SPI vísitalan styðst við umhverfislega og samfélagslega þætti sem móta samfélög, líkt og heilsu, menntun, fæði, öryggi og frjálslyndi.

Staða Íslands á listanum er góð miðað við mælikvarða SPI vísitölunnar en þrátt fyrir góðan árangur er Ísland að koma illa út varðandi eftirfarandi mælingar.

Ísland er í 67. sæti hvað varðar aðgengi að ódýru húsnæði og í 87. sæti hvað varðar offitu Íslendinga. Jafnframt er Ísland í 66. sæti varðandi sjálfsmorðstíðni og í 55. sæti hvað varðar trúfrelsi. Ísland kemur iðulega vel út hvað varðar menntun í öðrum vísitölum en lendir núna í 27. sæti varðandi aðgengi að framhaldsmenntun og í 54. sæti varðandi fjölda samkeppnishæfra alþjóðlegra háskóla.

Michael Porter, prófessor við Harvard háskóla, er upphafsmaður SPI vísitölunnar en hann hefur rannsakað samkeppnishæfni Íslands síðasta áratug. Hann er einn helsti frumkvöðull í stefnumörkun þjóða og byggir SPI vísitalan á hans kenningum um hvaða samfélög þurfa að bera til að stuðla að velsæld.

Ofar en á öðrum listum

Í samhengi við aðra mælikvarða þá er Ísland í 30. sæti í skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) um mælingu á samkeppnishæfni þjóða sem birt var í september í fyrra. Ísland færðist upp um eitt sæti á milli ára, fyrst og fremst vegna umbóta á sviði þjóðhagfræðilegra þátta og tilslakana á fjármálamarkaði.

Samkvæmt umsögn Alþjóðaefnahagsráðsins þá er Ísland með sterka samkeppnisstöðu þrátt fyrir efnahagslega erfiðleika undanfarin ár og byggist það á skilvirkum vinnumarkaði, sterkum innviðum, nýsköpun, heilbrigðis-og menntamálum.

Ísland kemur ekki vel út hvað varðar sjálfsmorðstíðni og situr …
Ísland kemur ekki vel út hvað varðar sjálfsmorðstíðni og situr í 55. sæti. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK