Nýtt mat á útlánaáhættu kostar hundruð milljóna

Bankarnir munu meðal annars þurfa að leita ráðgjafar frá útlöndum …
Bankarnir munu meðal annars þurfa að leita ráðgjafar frá útlöndum við innleiðingu reglnanna. Samsett mynd/Eggert

Búist er við því að innleiðing breytinga á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, svokallaðra IFRS 9 reglna er varða útlánaáhættu bankastofnana, muni hafa í för með sér hundraða milljóna útgjöld fyrir hvern og einn íslensku viðskiptabankanna.

Hinar nýju reglur munu taka gildi í ársbyrjun 2018, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

„Ég myndi halda að kostnaður við innleiðingu bankanna gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna. Það mun í raun enginn geta slegið á endanlegan kostnað fyrr en búið er að finna út úr því hvernig eigi að leysa þetta kerfislega og að hversu miklu leyti verði hægt að leysa þetta með fólki innanhúss og hversu mikil aðkeypta þjónustan verður,“ segir Signý Magnúsdóttir, IFRS-sérfræðingur og eigandi hjá Deloitte.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK