Pizza 67 á Grensásveg

Pizza67, sem var nýverið vakinn til lífsins, hefur opnað nýjan …
Pizza67, sem var nýverið vakinn til lífsins, hefur opnað nýjan stað í Reykjavík að Grensásvegi 10.

Pizza67, sem var nýverið vakinn til lífsins, hefur nú opnað nýjan stað í Reykjavík að Grensásvegi 10. Margar pítsur hafa runnið inn og út úr ofninum þessum stað en þarna hafa ýmsir pítsustaðir starfað í gegnum tíðina, þar á meðal fyrsti pítsustaður landsins, Pizzahúsið.

Eigendur staðarins eru þeir sömu og opnuðu nýverið Pizza67 í Langarima í Grafarvogi.

Í tilkynningu segir að undanfarna daga hafi aðeins verið mögulegt að panta þaðan brottnámsbökur til að njóta heima en smiðir vinni nú hörðum höndum að því að leggja lokahönd á veitingasal staðarins og verður hann tekinn í notkun strax eftir helgi. Eftir helgi hefjast svo heimsendingar frá Grensásvegi. Áfram verður boðið upp á heimsendingar og brottnámsbökur í Langarima 21.

Fyrsti Pizza67 staður­inn var opnaður hér á landi fyr­ir 23 árum en í dag er einn Pizza 67 staður starfræktur í Vest­manna­eyj­um, einn í Fær­eyj­um og nú loks tveir í Reykjavík. Frekari uppbygging hefur verið boðuð en Íslendingar eru afar sólgnir í pítsur og hefur verið tala um heimsmet í því sambandi, segir í tilkynningu. 

Við opnun staðarins á Grensásvegi var tækifærið nýtt og gerður samstarfssamningur við Vífilfell. Pítsurnar frá Pizza67 þykja hafa sinn sérstaka stíl, þær eru matarmiklar og með ríflegu áleggi en fyrrverandi eigendur Pizza67 þurftu að gramsa í geymslum og á háaloftum áður en þeir fundu upprunalegu uppskriftirnar frá árdögum pizzakeðjunnar fyrir rúmum tveimur áratugum.

Frétt mbl.is: Kláruðu deigið á tveimur tímum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK