Góður hagnaður hjá fasteignafélögunum

Regin er í Kauphöllinni.
Regin er í Kauphöllinni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hagnaður fasteignafélagsins Regins nam 574 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins. Rekstrartekjur námu 1.242 milljónum króna og þar af voru leigutekjur 1.107 milljónir króna og hækkuðu um 23% á milli ára.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir var 799 milljónir sem er 29% hækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Handbært fé frá rekstri nam 509 milljónum króna. Bókfært virði fjárfestingareigna í lok mars var 53,7 milljarðar króna. Eigið fé var 18,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 33,6%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Eik fasteignafélag skilaði inn sínum fyrsta árshlutareikningi í gær eftir skráningu félagsins á Aðalmarkað Kauphallarinnar í lok apríl. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi nam 879 milljónum króna. Rekstrartekjur námu 1.429 milljónum króna og þar af voru leigutekjur 1.338 milljónir. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 993 milljónum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK