Félag Baltasars dæmt til að greiða fyrir krana

Baltasar Kormákur
Baltasar Kormákur Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Félag í eigu Baltasars Kormáks var á föstudaginn dæmt til þess að greiða fyrirtækinu Á.B. Lyfting rúmar fjórar milljónir króna vegna leigu á krana sem notaðir voru við tökur á Djúpinu.

Félagið Andakt ehf., sem er í eigu Baltasars, var stofnað um gerð kvikmyndarinnar og tók kranana á leigu árið 2010.

Kvikmyndin fjallar um það þegar báturinn Hellisey fórst seint í mars 1984. Annar kraninn var notaður til þess að velta og hvolfa bátnum, sem notaður var í kvikmyndinni, og að lokum hífa hann upp úr höfninni í Helguvík.

Þá var annar krani fenginn til þess að aðstoða við kvikmyndagerðina og flytja kvikmyndafólk og tæki. Kranarnir voru á tökustaðnum frá 1. – 9. september 2010, að undanskildum tveimur dögum.

Óljósar upplýsingar

Aðstandendur kvikmyndarinnar höfðu fengið upplýsingar um að daggjaldið fyrir minni kranann væri 200.000 krónur og 300.000 krónur fyrir þann stærri. 

Síðar barst hins vegar reikningur að fjárhæð 8,1 milljón króna. Reikningnum var mótmælt sem of háum og ekki í samræmi við daggjaldið.

Á.B. Lyfting bar því við að verkið hafi verið ómótað þegar verðið var gefið upp og umfangsmeira en talið var, t.d. hafði fyrirtækið ekki hugmynd um að það ætti að hífa bátinn upp úr höfninni.

Héraðsdómur féllst á að fyrirtækið væri ekki bundið að tilboðinu þar sem um „ómótaðar þreifingar til samningsgerðar“ hafi verið að ræða. Ekkert hafi legið fyrir um fjölda vinnustunda né heldur nákvæm lýsing á verkinu. 

Hins vegar var talið að Á.B. Lyfting hefði ofrukkað fyrir akstur. Rukkað var fyrir 315 km akstur en samkvæmt dómskvöddu mati var aksturinn ekki talinn hafa verið meiri en 264 km.

Andakt ehf. var því dæmt til þess að greiða Á.B. Lyftingu ehf., tæpar 7,7 milljónir króna auk 700 þúsund króna í málskostnað. Andakt hafði hins vegar þegar greitt 3,5 milljónir króna upp í reikninginn og var sú upphæð því dregin frá.

Dómur Hérðasdóms Reykjavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK