Opnaði kynlífstækjabúð fyrir gyðinga

Eftir að hann gerðist rabbíni í Ísrael ákvað hinn 34 ára gamli Alexander að brydda upp á tilveruna og opna kynlífstækjaverslun á netinu. Trúin er þó hvergi fjarri í rekstrinum þar sem allar vörur eru „kosher“ eða meðhöndlaðar samkvæmt helgisiðum gyðinga.

Í samtali við AFP fréttastofuna segir Alexander að lög gyðinga leyfi hjálpartæki og hann bendir á að fólki beri í raun trúarleg skylda til þess að veita eiginkonu sinni unað. „Þetta ætti að hjálpa trúuðum pörum að bæta kynlíf sitt,“ segir hann.

Vefverslunin nefnist Better2gether og hefur vakið mikla athygli þar sem fjölmiðlar á borð við Bloomberg og AFP hafa fjallað um hana. „Kynlífstækjabúð sem guð myndi samþykkja“ segir m.a. í umfjöllun Bloomberg.

AFP bendir á að Alexander sé ekki fyrsti rabbíninn sem talar opinskátt um kynlíf en kollegi hans Shmuley Boteach, gaf út bókina „Kosher Sex“ árið 1999 og fylgdi henni eftir með „The Kosher Sutra“ árið 2009, en sú síðari rataði í efsta sæti vinsældarlista vestanhafs.

Alexander rekur verslunina frá Vesturbakkanum en hann segir fjölda pantana koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og Suður-Afríku. Hann selur að meðaltali fimm kynlífstæki á degi hverjum og fær um 20 þúsund heimsóknir á vefsíðuna. 

Vefverslun Better2gether.

Natan Alexander, ísraelskur rabbíni, rekur kynlífstækjaverslun með kosher tækjum.
Natan Alexander, ísraelskur rabbíni, rekur kynlífstækjaverslun með kosher tækjum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK