Fasteignamat hækkar um 5,8%

Fasteignamat hækkar mest á höfuðborgarsvæðinu.
Fasteignamat hækkar mest á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 5,8% frá yfirstandandi ári og verður 5.755 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2016 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 93,4% eigna en lækkar á 6,6% eigna frá fyrra ári.

Hækkunin var meiri á milli ára í fyrra en þá var hún 7,7%.

Fasteignamatið hækkar mest á höfuðborgarsvæðinu, eða um 6,7 prósent. Meðalhækkun á mati íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er 8,5%.

Miðlæg svæði hækka að jafnaði meira en þau sem eru á jaðrinum. Fasteignamat í einstökum hverfum þróast nokkuð misjafnlega. Þannig hækkar matið mest í miðborg Reykjavíkur, frá Bræðraborgarstíg að Tjörninni eða um 16,9% og um 13,4% í Ásahverfi í Garðabær.

Matið hækkar um 12,7% í vesturbæ Reykjavíkur, vestan Bræðraborgarstígs og um 11,2% í sunnanverðum Þingholtum. Mat lækkar um 1% í Blesugróf.

Hækkar minnst á Suðurlandi

Fasteignamatið hækkar minnst á Suðurlandi, eða um 2,6 prósent. Þá hækkar það um 4,2% á Suðurnesjum, 2,8% á Vesturlandi, 1,1% á Vestfjörðum, 3,8% á Norðurlandi vestra, 5,2% á Norðurlandi eystra og 2,8% á Austurlandi

Mat íbúðareigna, sem alls eru 127.502, á öllu landinu hækkar samtals um 7,5% frá árinu 2015 og verður samanlagt fasteignamat þeirra 3.844 milljarðar króna í fasteignamatinu 2016. Eins og undanfarin fjögur ár hækkar matsverð íbúða í fjölbýli meira á landinu öllu en mat íbúða í sérbýli.

Fasteignamat atvinnuhúsnæðis í landinu hækkar um 2,3%. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um 2,4% en um 2,2% á landsbyggðinni. Frístundahúsnæði hækkar um 2,7%.

Matið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2015. Það tekur gildi 31. desember 2015 og gildir fyrir árið 2016. Frestur til að gera athugasemdir við nýtt fasteignamat er til 1. september 2015.

Fasteignamat hækkar aðeins um 2,6% á Suðurlandi.
Fasteignamat hækkar aðeins um 2,6% á Suðurlandi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK