Mestu viðskiptin með Marel

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. mbl.is/Árni Sæberg

Heildarviðskipti með hlutabréf í maímánuði námu 29,2 milljörðum króna eða 1,6 milljarði króna á dag. Það er 18% hækkun frá fyrri mánuði, en í apríl námu viðskipti með hlutabréf tæpum 1,4 milljarði króna á dag. Þetta er 45% hækkun á milli ára.

Mest voru viðskipti með bréf Marel, 6.929 milljónir, Icelandair Group, 5.702 milljónir, N1, 3.505 milljónir, Haga, 2.959 milljónir og HB Granda, 1.991 milljón.

Úrvalsvísitalan (OMXI8) hækkaði um 4,5% á milli mánaða og stendur nú í 1.445 stigum.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Landsbankinn með mestu hlutdeildina, 35,1%, Arion banki með 21,4%, og Íslandsbanki með 16,9%.

Í lok maí voru hlutabréf 19 félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi.  Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 847 milljörðum króna, samanborið við 803 milljarða í apríl. 

Skuldabréf

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 153 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 8,5 milljarða veltu á dag. Þetta er 73% hækkun frá fyrri mánuði, en 83% hækkun frá fyrra ári.

Alls námu viðskipti með ríkisbréf 138 milljörðum en viðskipti með íbúðabréf námu 12 milljörðum. Mest voru viðskipti með RIKB 19 0226, 25,6 milljarðar, RIKB 20 0205, 20,6 milljarður, RIKB 22 1026, 19,3 milljarðar, RIKB 25 0612, 17,9 milljarðar og RIKB 31 0124, 17,2 milljarðar.

Á skuldabréfamarkaði var MP banki með mestu hlutdeildina, 26,4%, Landsbankinn með 20,0% og Íslandsbanki með 18,4%.

Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) lækkaði um 0,6% í maí og stendur í  1.099 stigum.  Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) lækkaði um 2,0% og sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 0,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK