Þrír nýir í stjórn FVH

Stjórnin, frá vinstri: Vala Hrönn Guðmundsdóttir, Magnús Gunnar Erlendsson, Edda …
Stjórnin, frá vinstri: Vala Hrönn Guðmundsdóttir, Magnús Gunnar Erlendsson, Edda Hermannsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Dögg Hjaltalín, Valdimar Halldórsson, Auðbjörg Ólafsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson og Sverrir Sigursveinsson.

Ný stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hefur verið kjörin fyrir starfsárið 2015-2016. Þrír nýir tóku sæti í stjórninni, Ólafur Reimar Gunnarsson og Vala Hrönn Guðmundsdóttir í stað þeirra sem gengu úr stjórn. Auk þess hefur fulltrúi golfnefndar, Sverri Sigursveinssyni tekið sæti í stjórn en golfmót FVH verður haldið í lok ágúst. Kosið er í embætti stjórnar til tveggja ára í senn, segir í fréttatilkynningu.

Félagar FVH eru tæplega þúsund talsins og stóð félagið fyrir fræðslufundum, fyrirtækjaheimsóknum og vinnustofum sem yfir 700 manns sóttu. Nú stendur yfir kjarakönnun á vegum félagsins sem verður kynnt ítarlega í haust.

Stjórn FVH fyrir komandi starfsár, 2015-2016, er þannig skipuð:

  • Formaður stjórnar: Dögg Hjaltalín, viðskiptafræðingur
  • Varaformaður: Magnús Gunnar Erlendsson, viðskiptafræðingur
  • Formaður fræðslunefndar: Auðbjörg Ólafsdóttir, hagfræðingur
  • Gjaldkeri: Valdimar Halldórsson, hagfræðingur
  • Formaður ritnefndar og fulltrúi landsbyggðar: Edda Hermannsdóttir, hagfræðingur
  • Fulltrú samstarfsaðila: Sveinn Agnarsson, hagfræðingur
  • Fulltrúi kynningarmála: Hjalti Rögnvaldsson, viðskiptafræðingur
  • Fulltrúi nýliða: Vala Hrönn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur
  • Fulltrúi kjaranefndar: Ólafur Reimar Gunnarsson, viðskiptafræðingur
  • Fulltrúi golfnefndar: Sverrir Sigursveinsson, viðskiptafræðingur
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK