Hundrað milljörðum hagkvæmara

mbl.is/Eggert

Heildarhagkvæmni af því að reisa nýjan Landspítala við Elliðavog í Reykjavík í stað þess að reisa hann við Hringbraut líkt og núverandi áform gera ráð fyrir er á núvirði yfir 100 milljarðar króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum um betri spítala sem vilja að nýr Landspítali verði reistur austar í Reykjavíkurborg en stefnt er að. Fram kemur að KPMG hafi farið yfir útreikningana og góðkennt þá.

„Samkvæmt útreikningum Samtaka um betri spítala á betri stað kostar 1,8 milljörðum minna að byggja nýjan spítala í Fossvogi og 4,6 milljörðum minna að byggja nýjan spítala frá grunni við Elliðavog, þegar söluverðmæti eigna við Hringbraut, Fossvog og víðar hefur verið dregið frá. Útreikningar samtakanna sýna að fjárfesting í umferðarmannvirkjum yrði 15 milljörðum lægri við Elliðavog og árlegur rekstrarkostnaður 1 milljarði lægri við Elliðavog heldur en Hringbraut,“ segir ennfremur.

Þá segir að mikið hagræði felist að auki í nýjum spítala á besta stað fyrir notendur þjónustu spítalans. Það sé metið á rúma þrjá milljarða króna. Núvirt hagræði af byggingu nýs spítala við Elliðavog sé að mati samtakanna 101,9 milljarðar króna og 63,3 verði hann byggður í Fossvogi, í samanburði við stækkun LSH við Hringbraut. Hagkvæmari leið við að reisa nýjan Landspítala spari samfélaginu yfir 4 milljarða króna á ári í lægri stofnkostnað. Fyrir vikið sé réttlætanlegt að taka lán fyrir framkvæmdinni. Hagkvæmnin muni greiða það niður á 20-30 árum.

„Það er skylda þeirra sem höndla með opinbert fé að tryggja að besti kostur verði valinn í svo umfangsmikilli fjárfestingu sem nýr Landspítali verður. Það er ljóst að með faglegustu nálgun við verkefnið þar sem tryggt verður að besta lausnin verði valin, verður unnt að byggja nýjan spítala á betri stað, fyrr og fyrir minna fé en unnt er við Hringbraut.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK